KÖLSKI SÉRSAUMUR

Að versla sér jakkaföt á að vera einstakt

KÖLSKI SÉRSAUMUR

Að versla sér jakkaföt á að vera einstakt

Fullkomin upplifun

Að versla sér jakkaföt á að vera einstakt. Því jú, þú lítur sjaldan jafn vel út og þegar þú ert kominn í jakkafötin þín. Þegar þú verslar við okkur þá færðu ekki fötin þín afhent fyrr en allt er nákvæmlega eins og þú vilt hafa það. Klæðskerarnir okkar sjá til þess að allt sé eins og það á að vera

Svona virkar þetta

Þú hefur samband og bókar tíma í mælingu og hönnun. Þú kemur og tekur þinn tíma í að hanna jakkafötin þín með jakkafataráðgjafa okkar. Þegar það er yfirstaðið ferðu beint í mælingu og við byrjum að sauma! Þremur til fimm vikum síðar kemur þú svo og prófar í fyrsta sinn að klæðast fötunum þínum. Að koma í Kölska á að vera upplifun og sameiginlegt verkefni okkar að útkoman verði stórfengleg!

Efnin og eiginleikar þeirra

Það eru aðeins nokkur efni sem ætluð eru í jakkaföt, sem gerir valið aðeins auðveldara, en það er margt sem þarf að hafa í huga þegar kemur að kaupum á hinum fullkomnu jakkafötum.

Efnið sem er valið þarf að anda og lofta vel um sig en það skiptir gríðar miklu máli. Á sumrin gæti vandamálið verið að þau lofta ekki nóg sem leiðir til þess að menn byrja að svitna. Svo aftur á móti gætu jakkafötin ekki verið nægilega hlý yfir dimman og kaldan vetur.

VERÐSKRÁ

Kölski, Skratti, Fjandi, Andskoti eða Djöfull?

Hafðu samband

Hér getur þú sent okkur fyrirspurn um bókun, ferlið og allt annað sem þér dettur í hug. Þú getur einnig sent okkur póst beint á kolski@kolski.is eða hringt í símanúmerið 7666555

Opnunartímar

Mánudag - Fimmtudag
11:00 - 17:00
Föstudag
11:00 - 16:30
Laugardag
Eftir samkomulagi
Sunnudag
Lokað

Hafðu samband

Heimilisfang
Síðumúla 31, 108 Reykjavík
Sími
766-6555
Netfang
kolski@kolski.is