SKREF FYRIR SKREF

Hér getur þú undirbúið þig fyrir ferlið.
Leiðina að hinu einu sönnu sérsaumuðu jakkafötum.

SKREF FYRIR SKREF

Hér getur þú undirbúið þig fyrir ferlið.
Leiðina að hinu einu sönnu handsaumuðu jakkafötum.

Skref 1 : Panta tíma

Það er mjög gott að vera búinn að skoða veraldarvefinn og finna hin ýmsu jakkaföt og stíla sem þér líst vel á. Þegar þú dettur svo inn á eitthvað spennandi á þá festirðu það í minnið og skottast til okkar með þær hugmyndir!

Skref 2 : Efnisval í sérsaumuðu jakkafötin þín

- Val á efni í jakkafötin. Hér ættir þú að hafa einhverja hugmynd um hvað þú vilt. Ef þú ert ekki viss þá erum við hér reiðubúnir til að hjálpa þér! Hérna getur útilokunaraðferðin verið mjög góð.

- Þegar þú hefur lokið við að velja efnið í jakkafötin þín þá förum við yfir fóður! Fóðrið gera fötin virkilega að þinni einkaeign! Flestir okkar viðskiptavina velja unaðslega mjúkt silki sem eru í öllum heimsins litum. Þú getur valið silki, satín eða polyester.

- Næst kíkjum við á sauma og þræði og veljum lit á nafn/skammstöfun/nickname sem saumað er innan í jakkann

- Hnappar og tölur, þetta er ekki flókinn leikur. Veldu þann sem að þér þykir bestur!

Skref 3 : Nú byrjum við að hanna fötin

- Veljum stílinn, boðungana, vasana, þræði, klaufar, kragar.. ALLT sem þér dettur í hug fyrir handsaumuðu jakkafötin þín, allar þær sérþarfir sem þér dettur í hug! Byrjum á jakkanum, færum okkur í vestið og klárum svo buxurnar.

- Hér er hægt að bæta við skyrtum, sérsaumuðum leðurskóm, leðurbeltum og öllum fjandanum sem við höfum upp á að bjóða.

Skref 4 : Mæling

- Menn eru mældir í bak og fyrir.

Skref 5 : Mátun/Afhending

- 4-6 vikum eftir mælingu eru fötin tilbúin til mátunar og þá koma menn í fyrstu mátun þar sem farið er yfir fötin og gengið úr skugga um að allt sé nákvæmlega eins og það á að vera. Hér geta menn átt lokaorðið meðan þeir svolgra í sig einum ísköldum í boði Djöfulsins.

Gerðu góða fjárfestingu

Við teljum mikilvægt fyrir okkar viðskiptavini að velja sér hin einu sönnu jakkaföt þar sem þau geta verið dýr fjárfesting. Hvaða árshluta á að nota fötin og fyrir hvaða tilefni. Með okkur finnur þú þinn stíl, við skoðum líkamsbygginguna þína og sjáum hvað hentar þér best. Það getur bara ekki klikkað.

Hvaða snið hentar mér?

Til eru nokkrar týpur af jakkafötum ætluð herramönnum. Þær koma upprunlega frá Englandi, Ítalíu og Bandaríkjunum. Allar hafa þær sinn einstaka stíl. Í raun og veru er enski stíllinn, hin klassísku jakkaföt eins og við þekkjum þau. Ítalski stíllinn er fremur slim-fit eins og við köllum hann í dag, það er eins og fötin séu að gefa þér þétt faðmlag með þéttum axlarpúðum, þröngu mitti og stuttu sniði. Að lokum Ameríski stíllinn sem við gætum jafnvel kallað loose-fit, jakkinn lítur nánast út eins og frakki og buxurnar víðar alla leið niður og sitja vel á ökklunum á þér.

Jakkarnir og boðungarnir

Boðungar, hvað er það? (i.e. lapels) Það mætti segja að boðungarnir setji punktinn yfir i-ið á jakkafötunum þínum. Boðungar er það sem Notch lapels eru hinu hefðbundnu boðungar en geta þó verið mjóir, breiðir, langir eða stuttir. Peak lapels eru svo vanalega á tvíhneppujökkum og eru yfirleitt breiðari en hakboðungar.

Stíll Ameríska jakkans getur verið bæði með toppboðungum eða hakboðungum með einfaldri klauf eða án hennar. Enski jakkinn er þó líka aðalega með tveimur tölum en getur bæði verið einhneppu- eða tvíhneppujakki. Hvort sem er, þá eru jakkarnir oftast með hliðar klauf, þá sérstaklega tvíhneppujakki. Allir tvíhneppu jakkar eru með Peak lapels en aftur á móti geta einhnepptir jakkar verið með bæði en eru notch lapels þó vissulega oftast fyrir valinu, þá sérstaklega á tilbúnum jakkafötum

Opnunartímar

Mánudag - Fimmtudag
11:00 - 17:00
Föstudag
11:00 - 16:30
Laugardag
Eftir samkomulagi
Sunnudag
Lokað

Hafðu samband

Heimilisfang
Síðumúla 31, 108 Reykjavík
Sími
766-6555
Netfang
kolski@kolski.is